Monday, November 24, 2008

Lufsur í leti flækjast í neti og kafna í hafseti...

Stutt blogg, því tælenska Baht-ið er heilar 4 krónur (sem þýðir, uhm, allt er dýrt. Þar á meðal Internetið):

Við erum stödd á lítilli eyju í Tælandsflóa, á túristaströnd uppfullri af öðrum bakpokaferðalöngum. Nei "fullri" eru ýkjur; regntímanum er ekki enn lokið (bráðum, bráðum) og smáhýsin standa flest tóm.

Stundum eru hafflöturinn og himininn einn samvaxinn grámi sem hvítnar í sólarátt, og næturnar eru lýstar af hljóðlausum eldingum. Það rignir svona 20% af tímanum, en skýin eru alltaf til staðar.

En við erum ekki ósátt þó brúnkan þurfi að bíða; hitastigið er fullkomið og maturinn frábær. Við röltum bara um og lesum bækur í alsherjarleti. Senn hefst svo köfunarnámskeiðið sem skráðum okkur í (seinna en annars hefði verið, vegna ýmissa heilsufars ástæðna). Það verður sport.

Þeir lesendur sem hafa ekki fengið senda tilkynningu um alla ástina sem við sendum heim í innsigluðum gámum verða að eiga það við póstþjónustuna - Davíð

5 comments:

Unknown said...

Hvað heitir eyjan? Langar að finna á Google Earth...

Eigið þið ekki í neinum vandræðum með að kaupa gjaldeyri?

Anonymous said...

Ko Tao er nafnið. Sunnarlega og stutt frá ströndinni.

Það er ekkert vesen með hraðbankana búið að vera, ef frá er talið hvað myntirnar sem við fjárfestum í samanstanda af mörgum litlum krónu greyjum...

Unknown said...

Ég tékka. Passið ykkur bara að stíga ekki klofvega yfir liggjandi Tælending. Það ku þykja dónalegt.

Anonymous said...

ekki ef maður er ekki í nærbuxum!

sukie said...

elsku fólk, hvað er að frétta? sakn, sakn..