Monday, November 3, 2008

Nanna mætt á svæðið

Já, það virðist vera orðið umræðuefni hér á blogginu sem og annnars staðar hve lítt frækin ég er við bloggskrif. Afsaka ég þetta, ætli þetta orsakist ekki af almennri bloggleti minni auk þess sem of mikið af mínum internettíma fer í misheppnaðar tilraunir til þess að setja myndir inn á facebook.

Anyways...við fjórmenningarnir erum nú í Varanasi eins og getið hefur verið. Ég held að mér sé óhætt að segja að okkur líði vel hérna. Hér er tiltölulega létt að forðast hinn mikla asa og áreiti sem finnst eiginlega alls staðar í Indlandi með því að sitja bara á tröppunum við Ganges og chilla. Til dæmis hef ég setið með skissubók og dregið að mér mikla athygli lítilla sölukrakka sem dást að myndunum um leið og þau reyna að selja mér póstkort.

Áður en reisan hófst vorum við mjög ákveðin að skipta tíma ferðarinnar tiltölulega jafnt á milli menningar, activities og hvíldar. Hins vegar hefur eiginlega farið svo að ferðin er nú um það bil hálfnuð og við eiginlega aðeins búin að vera menningarleg. Alltof intellectual fólk enda reynir Davíð í sífelldu að tala um eitthvað vitsmunalegt, bakteríur, sólkerfið, heimspeki, you name it. Ég öskra þá bara á hann "Hættu að vera svona boring gaur". Nei bara stundum. Ok útidúr, sorry.

Það sem ég vildi sagt hafa er að við höfum aðeins tvisvar gist fjórar nætur á sama stað annars höfum við eiginlega alltaf gist tvær nætur og það er eilítið þreytandi að ferðast svo hratt í tvo mánuði. Þess vegna er okkur öllum farið að lengja pínu eftir activities í Nepal og svo heví næs chilli á strönd í Tælandi, skiljiði.

Æj núna veit ég eiginlega ekki hvað ég ætti að segja meira þótt ég gæti skrifað frá mér allt vit svosum. Mér finnst líka sjálfri leiðinlegt að lesa langar færslur. Þannig að nú verð ég bara dugleg að skrifa margar stuttar. later. nanna

No comments: