Tuesday, November 11, 2008

Destiny's child

Svo fór að forlögin réðu
fótleggjaheilsunni,
Halldóra með helteygðan ökkla
heltist úr lestinni.

- tileinkað KT

Já þannig var nú það, lesendur góðir, á þeim degi sem markaði helming ferðarinnar hrundi ég í lestartröppum og afgreiddi það sem beðið hafði verið eftir; tognaði í ökklanum. Því fylgdi mikil angist, sérstaklega þegar ég hélt ég væri kannski fótbrotin. Svo slæmt var það nú ekki, heldur er ég bara bólgin, fagurblá og haltrandi.

Almennt er varasamt að taka lest á Indlandi því þar virðist þykja óþarfi að merkja lestarvagnana að utan, og ef maður fer óvart í rangan vagn þá er ekkert endilega opið á milli svo maður þarf að fara útúr lestinni til að finna sætið sitt... Nöldrinöldr...

Alltént erum við nú komin til ævintýralandsins Nepal. Þar er hægt að stunda allt helsta alternatíva sport sem venjulegt fólk getur hugsað sér. Nanna og Davíð hófu leikinn í gær með canyoning á meðan ungfrú magakveisa og ungfrú farlama/magakveisa lágu fyrir framan HBO. Dagur N&D var auðvitað einn stór hápunktur þrátt fyrir að hafa ekki lagt í teygjustökkið sem stóð þeim til boða. Lágpunktur okkar Áu var þegar hið daglega þriggja klukkustunda power-cut slökkti á sjónvarpinu okkar.

Flestöll hofin í Kathmandu hafa þannig því miður farið framhjá okkur. Vonandi mun það standa til bóta einhvern daginn.

Á morgun er svo rafting sem endar ofan í Chitwan þjóðgarðinum þar sem eru tveir nýfæddir fílstvíburar! Vei!


Í Nepal er fólkið ólíkt því sem er á Indlandi. Annars vegar lítur hinn almenni Nepali alls ekki út eins og Indverji (heldur er töluvert skáeygðari) og hins vegar er hér allt önnur gerð af túrhestum. Nær engir dreddadúddar í pokandi buxum heldur frekar trekkarar og teygjustökkvarar á öllum aldri. Heilsusamlegt líferni virðist þó ekki fullkomlega dóminerandi hér því Davíð er boðið dóp oft á dag, svona eins og gerðist stundum á Indlandi. Okkur stelpunum er hins vegar ekki boðið dóp, gaman að því.


Yfir og út,
Halldóra

3 comments:

Anonymous said...

ohh nú langar mig sko að vera með! Þið verðið að passa vel upp a Davíð samt, þið vitið hvernig hann er í svona rafting...

Ladybug said...

Æjiii hvað þetta hljómar vel!!! Öfund og kossar og knúsar.

Erla Elíasdóttir said...

æ æ, slæmt með öklann þinn. annars hljómar þetta ævintýralega vel alltsaman, héðan úr hversdagsleikans skammdegi og slabbroki... ég er jafnvel haldin smá veðuröfund!

xx