Tuesday, September 30, 2008

GETRAUN!

Ferðalag er ótvíræður flótti frá grámyglulegu jórtri á atburðum og einstaklingum, hinni taktföstu hringrás uppsölu um vélinda hversdagsins. Það felur þó ekki í sér að ferðalag sé skilyrðislaus flótti frá leiðindum. Margar og langar eru dauðu stundirnar sem við eyðum í skröltandi mögum lesta, langferðabíla og flugvéla í þurrausnum félagsskap hvors annars, að ekki sé minnst á þrúgandi kvöldstundirnar í grátlega fábrotnum hostelskálum þar sem salerni og dýnur iða af örvöxnu lífi. Nokkrar leiðir eru okkur færar við að kítta í þessi ítrekuðu tóm milli áfangastaða:

Lestur,
spil,
tónlist,
leikir,
áflog,
og margt fleira.

Til að standa enn betur að vígi andspænis leiðindunum höfum við í þokkabót tekið til hendinni við sköpun, ofaná alla þessa afþreygingu og einhliða neyslu. Öll skrifum/teiknum við dagbækur, í mismiklu mæli og ofaná það skrifum við í eina bók sameiginlega. Sú bók er forsenda þessarar færslu.

Flestir léku einhverntíman þann leik í barnaskóla að skrifa ruglsögu í samvinnu við aðra, þar sem hver skrifaði eina setningu, en blaðið sem ritað var á var brotið þannig að maður fékk einungis að sjá síðustu setningu einsamla í algeru samhengisleysi þegar maður hnýtti við (nú eða jafnvel að maður fékk ekkert að sjá). Við uppfærðum hugmyndina eftir þessum lauslegu reglum:

- Hver skrifar eina setningu, þ.e. að næsta punkti (eina málsgrein sumsé).
- Sá skrifar svo ekki aftur fyrr en allir hinir hafa skrifað eina setningu.
- Taka skal tillit til alls sem á undan hefur komið (enginn texti falinn).
- Sagan lítur ekki ritstjórn nokkurs okkar: Það er bannað að reyna að hafa bein áhrif á hvað einhver annar skrifar.
- Heildarstefnu sögunnar má þó ræða að vild (en hver og einn hefur fullkomlega frjálsar hendur þegar kemur að honum).
- Hver skrifar eina setningu á dag (sú regla sem oftast hefur verið brotin...)

Í fyrstu vorum við verulega vongóð um að úr yrði bókmenntalegt stórvirki, en raunin er sú að afraksturinn er bersýnilega náskyldur fyrrnefndum ruglsögum grunnskólaáranna.

Nú ætlum við að birta söguna hér á blogginu í köflum, einn fyrsta hvers mánaðar (eða um það leyti). Og vegna umræðna á kommentakerfinu fyrir síðustu færslu, og til að blása einhverri spennu í þessa skitsófrenísku mótsagna-steypu, þá höfum við ákveðið að gera getraun úr fyrirbærinu:

Þeir sem giska á rétta röð höfunda, það hver á hvaða setningar ("1,5,9,13,..." sá fyrsti "2,6,10,14,..." næsti, o.s.frv.) fá óvænta glaðninga við heimkomu.
Aðeins eitt gisk verður tekið gilt frá hverjum, og það verður fyrsta gisk. Giskin skráist í kommentakerfi. Röð höfunda mun breytast í hverjum mánuði, því er alls til fjögurra verðlauna að vinna. Njótið vel (sagan er enn án titils):

-

Katla hneig niður og horfði vonlaus á máttvana fingur sína bera við blóðrauðan sjóndeildarhringinn. Guðjón hafði enn ekki hringt. Kannski myndi hún aldrei heyra rödd hans framar, kannski var hann endanlega búinn að gefast upp á því að elta hana uppi. Hún hafði skilið hjólið hans eftir við bátaskýlið, hann yrði ekki sáttur.
Hún velti sér á bakið, pírði augun mót logalitum skýhnoðrum á löturhægri siglingu yfir himininn og reyndi að átta sig á því hvernig hún hefði endað hér á meðan líf hennar fjaraði út í dökkum taumum. Katla furðaði sig á hvernig hún hefði getað lent í þessum aðstæðum miðað við það reglubundna líf sem hún hafði lifað fyrir aðeins þremur mánuðum. Áætlun hennar hafði verið afar einföld, afar léttvæg, miðað við fyrrum misgáfuleg uppátæki hennar. Þegar Guðjón pikkaði Kötlu upp í Hellinum tók hún fyrst eftir því hvað hann hafði sérkennilegt, en fallegt, orðaval og einbeitt augnaráð.
"Ég get ekki þyrmt þér ástin, þú skilur of mikið," er vissulega sérkennilegt orðaval. Líklegast það sérkennilegasta og jafnframt það óhugnanlegasta sem hann hafði sagt við hana á þessum þremur mánuðum. Fram að því augnabliki sem hún heyrði þau orð hans hafði hún haldið að hann myndi vernda hana, sama hvað. Katla, feimin að eðlisfari, hafði ekki vitað hvernig hún ætti að bregðast við aðdráttarafli Guðjóns; hún gat ómögulega litið undan.
Nú brosti hún, lokaði augunum og gafst upp...
Þremur mánuðum áður
Umferðarþunginn er alveg að fara með Kötlu er hún keyrir á gamla volvonum sínum í vinnuna. Rigningarskýin hrannast upp allt í kringum hana, stefnir í kaldan og blautan dag, hugsar hún með sér. Hún er fegin að hafa ekki enn selt volvoinn þrátt fyrir að vera orðin blönk. Það jaðrar auðvitað við veruleikafirringu að kvarta yfir ástandinu á Íslandi eins og komið er fyrir umheiminum, en aftur á móti var bara tímaspursmál hvenær flóðaldan skylli á þeim eins og öðrum, svo hún gat allt eins örvænt þá þegar.
Loks þegar hún kom, pirruð yfir heiminum, í vinnuna beið ekkert betra við þar sem yfirmaður hennar boðaði þau strax á fund og tilkynnti þeim að þetta yrði langur dagur og löng vika. Hún horfði í kringum sig á þreytuleg andlit samstarfsfólks síns og velti því fyrir sér hvort þau upplifðu líka nístandi tilgangsleysi þess að halda fyrirtækinu gangandi, hvort þau væru ekki löngu búin að átta sig á því að héreftir yrði engin von um hinn mikla gróða sem þaum var öllum lofað.
Katla andvarpaði og reyndi að beina huganum annað, til Sólveigar vinkonu sinnar sem hafði hringt í gær í uppnámi. Sólveig var að vísu maníusjúklingur í viðstöðulausu uppnámi og vinátta þeirra risti ekki djúpt frekar en aðrar jarðtengingar í lífi Kötlu, en í þetta skipti hafði hún allavega haft frá einhverju furðulegu að segja. Katla vissi hinsvegar ekki að furðuleg frásögn Sólveigar ætti eftir að hafa jafn afdrifaríkar afleiðingar fyrir hana og átti eftir að koma í ljós. Þær höfðu ekki talast við í nokkurn tíma á undan og var Kötlu farið að gruna að Sólveig væri horfin í eitt af sínum leyndardómsfullu ferðalögum.
"Þessi gaur sem ég sagði þér frá síðast, mannstu? hann bað mig að koma með sér og gat bara ekki hafnað boðinu, þótt ég megi engan vegin fara," sagði hún andstutt í símann.
"Ha? Ég hef ekki hugmynd um hvað þú ert að tala elskan, áttu við þennan vin hans Steins?"
"Nei vá, allt löngu búið með hann maður, ég er að tala um þennan Guðjón sem ég hitti á Hellinum um daginn," sagði Sólveig.
"En ég hélt þér hefði ekki líkað við hann, þú sagðir mér að hann væri svo undarlega órólegur eitthvað," svaraði Katla hálf annars hugar. Hún hafði svo fallist á að hitta þau í kvöld eftir þó nokkuð tiltal.
Guðjón var víst stórt númer hjá Arfi.ehf, eina samkeppnisaðila Íslenskrar Erfðagreiningar, og Sólveig var vongóð um að hann yrði landgöngubrúin þeirra af þessu sökkvandi skipi sem þær réru, því Arfur var í miklum vexti þvert á kreppuna. Hún var ekki að nenna að fara að vera þriðja hjólið á hálfgerðu stefnumóti Sólveigar en hún var að fara verða örvæntingarfull varðandi vinnuna sína og fann að hún þurfti að leita á önnur mið.
Katla hafði nefnilega enga löngun til að hætta að vinna og eyða þeim takmarkaða tíma sem við blasti með fjölskyldunni eða á flakki um heiminn eins og margir aðrir, rannsóknirnar hennar voru þvert á móti eitt af því fáa sem hélt Kötlu gangandi núorðið.
-
Já börnin mín, framhald síðar (Mýmargar innsláttarvillur verða afsakaðar, af ykkar hálfu. Takk.) ...

UPDATE: Til einföldunar: hver penni á einn lit af setningum.

Sunday, September 28, 2008

L'attaque d'Islande!

Í Latakia, strandbæ Sýrlendinga. Ströndin sem við búum við er þó eiginlega of skítug til að njóta hennar, leiðinlegt.

Fyrst og fremst: Bílasprenging varð í Damaskus, drap 17 manns,
sem virðist þó ekki þykja stórmál á alþjóðastjórnmálaskalanum ef marka má fjölmiðlaumfjöllun. Vitum ekki meir, en förum líklega samt til Damaskus eftir, tja 5 daga eða svo.

Ég segi það og skrifa, það sem minnst verður saknað frá Íran verður líklega maturinn, enda fannst manni oft eins og aðeins væri um einn rétt að ræða. Fyrir utan ísinn reyndar, eiginlega besti rjómaís sem ég hef smakkað, svei mér þá. Íran, au revoir, pottþétt.

Sérlegar ástarkveðjur fær Esfahan. Eftir óttaslegna daga í menguðustu borg sem ég (sem hef btw komið til Peking) hef komið til var unaður að sleppa frá umferðinni í Tehran. Í Esfahan var fallegt og gott. Verandi ljóshærð og bláeygð öll, á suðrænan skala amk, erum við sívinsæl og var boðið í feeeeiitt partí með Smirnoff! Já lesendur góðir, við brutum lög í Íran.

Þriggja daga lestarferðin frá Tehran til Aleppo (í N-Sýrlandi, gegnum Tyrkland) var stórmerkileg upplifun á sjálfsviðhorfs-/ félagslega skalanum. Við vorum vinsælasta fólkið í lestinni, svo óheyrilega vinsæl að við gripum fljótlega til þess ráðs að læsa dyrum (tvær á litla klefanum) og opnuðum ekki nema virkilega væri farið að berja (landamæralögga eða slíkt).

Annars vegar var það Hr. Farsí-frasabók. Hann kunni ca. 5 orð og frasa í ensku en hélt þrotlaust uppi samræðum í gegnum frasabókina klukkustundum saman. Spurði Davíð m.a. hvort hann ætti ökuskírteini og hvort hann hefði meðferðis tollskyldan varning, ásamt öðru sem maður vill vita um samferðamenn sína. Við vorum bara of kurteis til að segja honum að HÆTTA AÐ BÖGGA OKKUR!

Hins vegar aðallestarstarfsmaðurinn, hann var þó ágætur og gaf okkur argentínskt te, Mate, Áu til mikillar gleði (þótt hún hefði fussað yfir því að hann blandaði það "vitlaust"). Svo var Nanna skömmuð fyrir að vera glyðrulega klædd fyrir framan alla Íranina í lestinni. Haha.

Sýrland

Byrjar frekar vel. Hér er allt absúrd ódýrt, sem gaf tilefni til delúx máltíðar með forboðna drykknum, bjór, fyrsta kvöldið. Svo er maður ekki neyddur til að vera með slæðu frekar en maður óskar. Þótt Sýrland eigi sér ýmislegt til ágætis er það ekki beinlínis í blóma lífsins og lifir töluvert á fornri frægð. Fyrir utan ódýran og góðan mat (falafel á 30 kr.!) er því helst að sjá rústir í þessu landi. Við erum búin að sjá aðeins of margar moskur.

Til verri vegar er þó að hér í Latakia er komin til sögunnar fyrsta leiðindapadda ferðarinnar, sem er einfaldlega kakkalakki sem býr í eldhússkápnum. Áa hljóp hetjulega á eftir honum um alla íbúð með Írans-Lonely Planet á lofti án árangurs. Niðurstaðan er engu að síður sú að Áa er hetja, við hin erum kjellingar og eymingjar.

-Halldóra

Monday, September 22, 2008

Lágmarksupplýsingar

Verdum í lest naestu thrjá dagana, Frá Íran til Sýrlands í gegnum Tyrkland. Bae bae.

Saturday, September 20, 2008

Óður til Mousavi

Íran.

Fyrsti bærinn handan landamæranna var Orumiyeh. Nú bera stúlkurnar slæður. Hittum tvo mis-enskumælandi menn. Þeir tóku að sér leiðsögn óumbeðnir. Var það vel. Þeir eru nú internetvinir vorir. Annar þeirra, hinn 17 ára Navid, var alls ekki feiminn við að ræða stjórnmál og ömurlegt ástand mála. Eins var einn hótelstarfsmannanna, dýralæknir að mennt, sem hafði ljúfsáran talanda og kraumandi óbeit á hagan mála. Sagðist eiga það á hættu að vera drepinn fyrir að eignast kærustu (Ég leyfi mér að segja þetta nafnleyndarlaust og í sönnum smáatriðum því hér lesa fáir og tala fornt, hálfdautt mál).

Ekki að þetta sé nokkuð annað en skemmtilegt og merkilegt fyrir okkur sem erum bara í heimsókn. Og allir eru stórkostlega vinsamlegir og hjálplegir.

Svo fórum við til Tehran. Hún er stór, óþægilega stór, og umferðin er sú snargeðveikasta sem nokkuð okkar hefur komist í tæri við. Það að taka leigubíl er einnig erfitt, þar sem helmingslíkur eru á því að reynt verði að rukka of mikið, eða rukka uppsett verð á hvern farþega og þar fram eftir götunum (...í leigubílunum). Leigubílstjórar eru þannig eina óvinsamlega fólkið sem við höfum hitt (utan auðvitað leigubílstjórans sem var svo sérlega vinalegur að klípa Halldóru í rassinn að skilnaði).

Slík væg óvinsemd var þó veginn upp að fullu og gott betur af honum Hr. Mousavi, hótel stjóra á Hotel Firouzeh. Hér er um að ræða sannkallaðan ferðamannadýrling. Bæði hverfist heilt sólkerfi af nytsamlegum ferðaupplýsingum (opnunartímum, söfnum, tilboðum, matsölustöðum o.s.frv.) um vitund hans, og svo er hann tilbúinn að skipuleggja ferðir manns um landið allt í þaula eftir öllum fráleitustu óskum og dyntum. Hann fór alltaf skrefinu lengra. Gott dæmi er til að mynda að þegar við héldum frá Tehran (með næturlest sem hann hafði pantað handa okkur) vísaði hann okkur á frábært, hefðbundið íranskt tehús rétt við lestarstöðina til að borða kvöldmat fyrir brottför. Hinsvegar var bara hægt að fá kjötrétti þar, en þar sem hann vissi að tvö okkar voru grænmetistætur, þá pantaði hann þjóðlegan eggaldinrétt af öðrum veitingastað og kom sjálfur með hann inn á tehúsið (hér er klukkan 9 um kvöld). Dæmin eru mikið fleiri.

Eitt sérstaklega skemmtilegt atvik var þegar tvíburabróðir Hr. Mousavi (sem heitir jú líka, Hr. Mousavi) tók okkur í safnarúnt um borgina. Við vorum tiltölulega nýstiginn upp í bílinn, höfðum fátt sagt, og hann spyr um veðurfarið heima á íslandi. Áður en við náum mikið að útskýra temprað eðli eyjaloftslags, spyr hann hvort fólk frjósi ekki bara, sem í dvala væri, í tvo mánuði yfir veturinn, vegna kuldans. Þetta þótti honum alveg ofboðslega fyndin tilhugsun. Hann hló þeim aulalegasta og mest smitandi hlátri sem við höfðum heyrt, og hann hætti ekki, heldur endurtók bara "for two months, just freeze" og hló meira. Við hlógum líka. Á endanum var allur bíllinn í stjórnlausu kasti í 5-10 mínútur yfir þessum ömurlega brandara (Smá svona sveinbjarnarstaðgengill, hann Mousavi annar).

En nú erum við komin til Isfhan, á frábæru hóteli sem Mousavi bókaði, en höfum þar ekkert upplifað enn.

PS: Hér er enn Ramadan, og erfitt, stundum ómögulegt, að fá mat og drykk yfir daginn. Soldið vesen, en um leið hressandi.

Síðar, þið fögru - Davíð

Tuesday, September 16, 2008

Elskhuginn frá Van

Ooog áfram höldum við að henda inn nýjustu fréttum eins og vindurinn.

Eftir indælistúristakindalíferni í Cappadocia héldum við í rútu til Van, sem seint verður kölluð mikil túristagersemi, en samt gaman að koma og sjá hvernig hið típíska borgarlíf gengur fyrir sig.

Stoppið okkar þar var örstutt, ein nótt, en Van mun ábyggilega borast inn í ferðaminnið okkar aðallega vegna þeirra dásamlegu tveggja gæja sem við hittum þar. Um leið og við drösluðumst inn á hótelið okkar tók nafnlausi ungi hótelstjórinn okkar (hér kallaður herra Aslan, þar sem við náðum ekki nafninu hans) á móti okkur og fór að segja okkur nönnu frá írönskum hórupöntunarbæklingum sem honum fannst afar sniðugt system. Við vorum ekki eins sannfærðar.

Um kvöldið sátum við öll saman í lobbíinu hans og þar nýtti hann tækifærið til þess að lýsa yfir eldheitri ást sinni á Halldóru. Hann sagði að við höfðum öll afar jákvæða orku en Halldóra hitti hann hinsvegar beint í hjartastað, líðandi niður hótelstigann eins og gyðja. Hann vildi endilega að hún yrði ein eftir hjá honum í sveitarómans í Van. Hann var að vísu giftur en það var algert aukaatriði. Halldóra dó tímabundið úr pínlegheitum og var gæjinn afar sár að við skyldum ekki vilja gefa okkur tíma í Van svo hjörtu þeirra gætu náð almennilega saman. Daginn eftir braust hann meira að segja inn á hótelherbergið okkar eldsnemma um morguninn, en þorði ekki að gefa Halldóru blómin sem hann var búinn að kaupa handa henni í veikri tilraun til þess að heilla hana í síðasta sinn.

Við skyldum hann eftir í sárum og fórum í leiðangur til að kaupa okkur rútu til Omuyieh í Íran hjá næsta rútukompaníi. Þar mættum við skilningsvana andlitum en þá var hóað í bjargvættinn okkar, herra Bayram. Hann var afar krúttlegur miðaldra kall sem vildi allt fyrir okkur gera, enda er hann aðal doninn í Van, átti lúxushótel og rútukompaníið líklegast líka. Honum fannst geggjað að í för væru tveir blaðamenn og sýndi okkur fína hótelið sitt svo við gætum nú skrifað um það í blöðin heima. Hann reddaði okkur svo í risa einkarútu með bílstjóra og fylgdarmanni sem leiddu okkur yfir írönsku landamærin og beint á hótel hér í Omuyieh.

Planið er svo til Tehran í kvöld, meira og ítarlegra síðar!
Áa

Sunday, September 14, 2008

Kappadókía est la mode

(ATH: þessi bloggfærsla tafðist vegna rafmagnsleysis í tengslum við óveður í tyrknesku borginni Van, og er birt hér vel úr takti við ferðalagið, því við erum í Íran.)

Halldóru ládist med öllu ad greina frá aevintyrum okkar í Kappadókíu, thó thar hafi margt aevintyralegt átt sér stad. Stígid med mér, lesendur gódir, aftur í tímann:

Um leid og vid stigum út úr rútunni var okkur smalad inná skrifstofu mikils túrismamógúls sem kalladi sig Gengish Khan og svo thadan út í mini-bus eftir ad hafa fjárfest í 2. daga prógrami og gistingu, enn hálf sofandi. Vid tók thaegilegt, ósjálfráda rollulíferni thar sem módurlegir leidsögumenn brummudu med okkur strytnanna á milli og upplystu okkur um alla tha sögu sem hér vellur úr hverri skoru.

Og margt var mjög merkilegt. Vid skodudum frumkristnar hellakirkjur sem sjálfur Páll Postuli hafdi lagt hornsteininn ad (í áthreifanlegri skilningi en ad ödrum kirkjum) sem voru stadsettar í stórbrotnum hellabaejum. Thví naest gengum vid um afar lítınn hluta absúrd vídfemrar nedanjardarborgar sem hittítar höfdu hafid ad grafa en bysansmenn lokid vid, 8 haedum og 2000+ árum sídar. Thar gátu 10.000 manns vidhafst, mánudi í senn (eda thar til innilokunarkenndin raendi thad vitinu), ef óvinir sátu um yfirbordid. Við vorum sammála um mikil merkilegheit þessa.

Og margt fleira.

Eitt sem var sérlega skemmtilegt vid túrana hans Gengish Kahn, var ad vid fengum ad kynnast lókal idnadi med heimsóknum til framleidslufyrirtaekja á svaedinu (thar sem idnin var kynnt stuttlega og svo var hafist grimmt handa vid ad reyna ad selja okkur afurdirnar). Fyrst var stórtaek leirkeraverksmidja, sem sama fjölskyldan hafdi rekid í 300 ár (Nanna var valin til ad föndra skál úr leirtyppi), svo skartgripverkstaedi thar sem gaf ad líta onyx og turkíssteina, nema hvad. En best var heimsóknin til Tyrknesks sútara.


Á ledurverkstaedinu var cat-walk, svokallað. Vid settumst vid pallinn, euro-techno-inu var blastad af fullu afli og 4 saetustu starfsmenn verkstaedisins syndu utan á sér thau allra ljótustu ledurföt sem við höfum séð. Sérstaklega var eitt karlmódelid skemmtilegt, líkamstjáningin óaðfinnanleg, sannkölluð guðsgjöf til allra aðdáenda karlformsins. Hann var kominn í draumastarfið. Okkur Halldóru og Áu þótti þetta allt saman mjög fyndið og skemmtilegt, en þetta vó þungt á sál Nönnu. Hún steyptist í djúpt þunglyndi við tilhugsunina um að nokkur lifði lífinu í tyrkneskum útnára við að sýna (mestmegnis japönskum) túristum leðurföt. Hún tók að sér 20 mínútna tilvistarkreppu fyrir þeirra hönd.

Afsakið myndaleysi, Davíð.

Tvífarar Tyrklands

Hér í Tyrklandi bregdur ymsu fyrir, baedi kunnuglegu og ekki. Umferdarmenningin og matmálstímar virdast svipadir íslenskum og fólkid starir á ljóshaerd og bláeyg fríkin í réttu hlutfalli vid magn ferdamanna á hverjum stad.

Til ad taka frekari thátt í thessum líkindum brá Halldóra sér í gervi Atatürks:

















Fyrir thá sem ekki vita er herramadurinn hér ad ofan herra Atatürk, súpermadur Tyrklands (eins og leidsögufrökenin í Göreme ordadi thad).
Atatürk prydir alla sedla hinnar nyju tyrknesku líru, (sem vard til árid 2005 thegar sex núll voru klippt af gömlu verdbólgnu lírunni) og er grídarlega vinsaelt vidfangsefni myndhöggvara um land allt.



Ofurmadur vs. ofurköttur

Vid komuna til Van í Austur-Tyrklandi, thar sem thetta er ritad, kom thó í ljós ad fleira er haegt ad smída en herrann sjálfan:

Nefnilega Van-kisuna, sem skartar einu bláu auga og einu gulu.
Kisulórurnar atarna ku vera svo dyrmaetar ad theim er yfirhöfud ekki hleypt út undir bert loft, greyjunum.
Pöpullinn faer thví ad njóta theirra í thessari brjálaedislega stóru styttu!

Löv,
Halldóra

ps. Thess utan eru betlikettir alls stadar á vappi í Tyrklandi, ég held ég hafi aldrei séd jafn marga ketti í mínu umhverfi hvorki fyrr né sídar.

Thursday, September 11, 2008

Tyrkjaluxuslif

O svo mikid stud a oss i Pamukkale, einni fraegustu turistaparadis Tyrklands. Komum hingad og stadfestum i leidinni fullyrdingar besta vinar okkar, Lonely Planet, ad tyrkneska rutukerfid er superb. Luxusnaeturruta med 2-3 rututhjonum (an djoks - soldid soviet) sem gefa manni vatn eftir pöntun og jolaköku i morgunmat.
Vorum svo teymd fra einni rutu til annarrar eins og saudir og endudum a Four Seasons, Pamukkale. Thetta Four Seasons tekur samnefndri kedju fyrst og fremst fram i verdi, kannski einhverju ödru sem vid attum okkur a sidar i endurliti. Her er ad visu sundlaug, sem slo ad eg held adeins a strandarthra Nönnu. Vid erum luxusbakpokarar!

Eeeeen Pamukkale, haromadur stadur, en vid erum ekki enn buin ad nenna ad fara upp og skoda hina undursamlegu kalkutfellingar. Erum ad fara nuna. Nuna, nuna.

Naest a dagskra er Kappadokia, thar sem folk bjo i den nedanjardar i leirstrytum sem LP, haldandi sig vid hefdbundnar likingar, ber saman vid svissneskan ost.

Ciao for now, Halldora

Sunday, September 7, 2008

Vid erum i İstanbul. Borgın byr yfır thaegılegrı stemnıngu sem bırtıst tıl ad mynda ı ad sıtja upp a thakbar farfuglaheımılısıns, drekka bjor og reykja vatnspıpu og hlusta a baenakoll fra Hagıa Sofıa, Blau moskunnı og fleırı moskum. Borgın er hıns vegar dyr og mıkıl turıstaborg. Svo er mıkıd af folkı her. Og lyklabordıd er fokked. Jaeja bless. nanna