Thursday, November 6, 2008

Bækur (útúrdúr)

Jújú, magaveimiltítuháttur olli töf í ferðalaginu. Varanasi er orðin leiðingjörn og Nepal dvölin hefur styst ískyggilega. En ég (Davíð) hef ekki setið auðum höndum:

Hið metnaðarfulla bókmenntaúthlaup Langtíburtistans, getraunin góða og hin skitsófreníska Katla, átti vissulega dapurlegan endi. Ég ætla samt að fá að tileinka eina bloggfærslu enn ritlistinni, þó á ófrumlegri og hófstilltari hátt en áður; Á ferðlögum les fólk bækur. Hér er listi yfir allar þær bækur sem við fjögur höfum í sameiningu lesið síðan við hófum för. Einnig fylgir einkunn hverri bók, frá hverjum lesanda. Einkunnarskalinn er eftirfarandi:


0 - Hörmung ein
1 -
2 - Vítaverð sóun nytjaskóga
3 -
4 - Ekki góð bók
5 -
6 - Ekki slæm bók
7 -
8 - Afþreying og gott betur
9 -
10 - Fullkomin fegurð


(Hæsta einkunn, 10, er ekki skilgreind sem "allra besta bók allra tíma" heldur bara yfirmáta frábær - einkunnir eru því í hærri kantinum. Heilar og hálfar tölur eru leyfðar. Einkunn hvers er tilgreind með upphafsstaf (Á, D, H og N). Lítið e eftir einkunn þýðir að viðkomandi hafi verið að lesa bókina í annað sinn. Stórt B þýðir að viðkomandi hafi lesið bókina einhverntíman fyrir ferðalagið, en ekki aftur á meðan á því stendur. Þá fylgir engin einkunn.)


---


Út að stela hestum eftir Per Petterson: Á:6 / D:5,5

Burning Chrome eftir William Gibson: D:B / H:7,5

Síðasta setning Fermats eftir Simon Singh: D:8 / H:8

Galapagos eftir Kurt Vonnegut: Á:8 / D:8,5 / H:7,5 / N:8,5

The Wind-up-Bird Chronicle eftir Haruki Murakami: D:7,5 / H:8 / N:8,5e

Meistarinn og Margaríta eftir Mikhaíl Búlgakov: H:10e / N:B

The Accidental eftir Ali Smith: Á:7 / D:7 / H:8 / N:8

Fictions eftir Jorge Luis Borges: Á:9,5 / D:9,5

Tröllakirkja eftir Ólaf Gunnarsson: N:8 / D:8 / H:?

The Grass is Singing eftir Doris Lessing: N:9

Pale Fire eftir Vladimir Nabokov: D:9

Catch 22 eftir Joseph Heller: N:9

Midnight's Children eftir Salman Rushdie: Á:9,5 / D:9 / H:B / N:B

Rokland eftir Hallgrím Helgason (hljóðbók): Á:6


---


Að auki höfum við svo auðvitað lesið nokkuð álitlegt hlass af Lonely Planet ferðahandbókum, mis- vel og ítarlega. Þeir lesendur sem hafa lesið eitthvað af ofanverðu mega endilega deila sínum einkunnum. Vilji þeir hinsvegar ræða verkin umfram heilar og hálfar tölur er alger skylda að gera það þannig að gáfumannakomplexið fari ófalið og drýldið mjög.

3 comments:

sukie said...

þið eruð að worka heimsbókmenntirnar, er að fíla'ða :) þið eruð súper-kúl! knúsíkrús

Anonymous said...

Miðnæturbörnin: HH: Vítaverð sóun á regnskógum!!!

er ég svona gersneydd fagurfræði að mér er fyrirmunað að skilja snilldina? svo fílaði ég líka Rokland, þannig að kannski verð ég bara að sætta mig við hráan íslenskan veruleika.

Ladybug said...

Æji sorrý, ég er haldin svo miklum athyglisbresti að ég dreif ekki lengra en "..Hið metnaðarfulla bókmenntaúthlaup Langtíburtistans...". Góð viðleitni samt! Knúsari.