Monday, November 17, 2008

Gáfnafar

Lesendur,

þið eruð að fara alveg rangt að. Við vöknuðum snemma í morgun til þess að ganga um í nepalskri sveit, rólyndisrölt að staðnum þar sem við svo sigldum framaf fjallsbrún í stýranlegri fallhlíf, milli læranna á flugmönnum okkar. Úr háloftunum, hringsólandi með uppstreyminu, horfðum við svo á fjöllin. Sum þeirra voru yfir 7000 metra há, önnur, ein þrjú, voru yfir 8000 metra há. Hvítglóandi Himmalæjatindar, við þreifandi á þaki heimsins.

En á meðan voruð þið á Íslandi, af öllum stöðum, í vaxandi skammdegi og kulda að reyna að láta múgæsinginn og leikræna tilburði bölsýnisþjóðarinnar ekki ná til ykkar. Hvað er það?

Annað dæmi: Í gær sváfum við út, röltum geispandi niður í bæ í brunch, leigðum svo árabát og rérum yfir spegilsléttan flötinn að ókunnri strönd. Þar beið okkar enn önnur útsýnisofgnóttin á litlu skógivöxnu nesi. Áa kenndi mér að juggla undir augnliti Rhesus apa sem hristu greinarnar yfir höfðum okkar. Sushi í kvöldmat.

En þið bara í ruglinu, mætandi í skóla og vinnur hægri vinstri? Vitleysa.

Og daginn þar á undan horfðum við á vilta nashyrninga ofan af fílum, þar þar á undan fórum við í rafting o.s.frv. Erum við bara svona klár og þið vitlaus? Getur það verið?

Að vísu er eitt eilítið heimskulegt við okkar háttalag: Nú er komið fram á 12. dag Indverskrar magakveisu, lágfleygrar en óbilandi, og í stað þess að spyrjast fyrir hjá lækni höldum við bara áfram að flytja íburðarmiklar klósettsinfóníur hvort fyrir annað gegnum veggi þunnþilja gistihúsa (það vill oftast svo skemmtilega til að salernin eru staðsett milli herbergjanna okkar svo hljómburðurinn er góður til beggja átta). Kannski við vitkumst senn í þessu.

Allavega, hafið það eins gott og þið getið greyin - Davíð

6 comments:

Unknown said...

Já, brauðið er búið þ.a. við eigum bara að borða kökur eins og þið?

Anonymous said...

rub it in

Erla Elíasdóttir said...

Takk fyrir kortið, elskur! Það er annars eins gott að bréfberinn opnar alltaf dyrnar, heilsar og setur póstinn inn, því annars hefði ég líklega talið að kortið hefði bara dottið af einhverjum veggnum.

Hér er jú Indland norðursins, svo ég tel mig persónulega standa talsvert betur að vígi en malarbúa.

Anonymous said...

jæja Davíð- á ekkert að fara skella sér heim bara:P allt í volli - þurfum á þér að halda til að vinna f. brauði og ýmsu. en ég neit því ekki að ég er farin að sakna þín.. og hlakka mikið til að fá þig heim:) ég held ég öfunda ykkur mest á öllum dýrunum.. hvað þá að hitta apa!!!
þangað til næst..kv. auður anna
p.s. ekki sá ég neitt póstkort detta inn um lúguna hjá okkur?
vona að það sé þá á leiðinni;)

w4rN3uS said...

Man. Þetta hljómar allt of sweet. Takk fyrir skemmtilegt blogg. Það heldur mér frá próflestrinum ;c)

bið að heilsa
Kv Árni

Anonymous said...

já, við erum þokkalega að fara alveg rangt að. Eigum við ekki bara að ýta þessari eyju eins og hún leggur sig suður á bóginn? Leyfa nokkrum kameldýrum að hoppa um borð og hafa það kósý?! Er einhver með mér? Plís!

óver and át,
Sigga Sunna sem var að fatta þetta fína blogg, þökk sé Erlu Mjöll! Hlakka til að heyra fleiri sögur kæru fræknu ferðalangar.

p.s. Vogasel 9, 109 Reykjavík er án efa heillavænlegasta endastöðin fyrir exótísk póstkort!