Monday, October 20, 2008

Snögg-jastan

Jesss, við hittum Indverja sem talar góða ensku og vill ekki selja okkur neitt! Og hann rekur internet-kaffihús! Og fílar Sigurrós (auðvitað!)!
Áa er hamingjusöm yfir þessu öllu saman.
----------------------------------------------
Erum já, í Jaisalmer í Rajastan, þar sem spara skal vatnið og styðja blessaðan túrismann sem er það eina sem bærinn hefur. Fyrir utan auðvitað risavaxnasta virki sem ég hef á ævi minni séð og gnæfir yfir bæinn.
Á ferðinni um Rajastan erum við með ótrúlega krúttlegan bílstjóra sem heitir Ashok (einsog í Dilbert!), við skiljum eiginlega ekkert í enskunni hans (og hann ekki okkur) en það hefur ekki komið að sök ennþá...
---------------------------------------------
Og á morgun: Camel-safari!
Þarf að fara að spjalla við internet-kaffigaurinn núna til að vera ekki dónaleg.
Tjus elskuleg,
Halldóra

1 comment:

Erla Elíasdóttir said...

haha, dilbert!

knús á línuna