Friday, October 24, 2008

Erum núna rétt hálfnuð með litarúntinn um Rajastan. Gullna borgin og bláa borgin eru vel dokúmentaðar í minnið og myndavélina, erum núna í Udaipur, hvítu borginni, og bleika borgin bíður svo með Bollywood bíóunum sínum stóru og frægu.

Kamelsafaríið okkar var ótrúlega notalegt þrátt fyrir léttan pakkatúrakeim og netta eyðimerkurfóbíu. Við fengum trommuleikara og svaka fínan dansara til að afþreyja okkur yfir matnum í búðunum um kvöldið. Verandi fagnaðarhrókarnir sem við erum, þurfum við varla að taka það fram að við stigum glæsileg bíómyndaspor til að vera memm og hlógum og grínuðum á meðan hinir ferðamennirnir horfu hálf syfjulega á okkur og nenntu ekki að gera sig vandræðaleg og taka þátt í dansinum góða. Á eftir var boðið upp á gistingu út á sandhólunum en ekkert okkar fýsti að hossast á kamelkerrunni út eftir nema ég. Haldandi að ég fengi lítið teppi til að kúra á í sandinum, brá mér frekar mikið þegar heilu rúmi, laki, sæng og kodda var vippað upp á kerruna og rúllað út á næsta sandhól. Það var dálítið eins og að upplifa einn af æskudraumunum mínum, sem innihélt þá hugmynd (eflaust stolna úr mörgum bíómyndum og bókum) að ég gæti flakkað um á rúminu mínu og kúrt undir sænginni á meðan ég flygi um loftin og sofnaði í framandi náttúru. En þetta var allt ferlega næst, þrátt fyrir augljósan plebbaskapinn sem felst í því að láta flytja fyrir sig rúm út í eyðimörk....

Kudos fær svo hinn stórskemmtilegi Om, netkaffihúsaeigandinn og tónlistargúrúinn sem Halldóra minntist á fyrir frábært kvöld í Jaisalmer. Vonandi munu draumar hans um að vera frægur sítarleikari í Belgíu (...af öllum stöðum!) rætast. Ekki eins mikil kudos fá lífhræddu hótelgaurarnir okkar sem vöktu Davíð af værum svefni og ræstu hann út í æsilega mótórhjólareið um borgina til að hafa upp á okkur Halldóru, þar sem við höfðum ekki skilað okkur nægilega snemma heim úr "partíinu". Dálítið vinsælt stef, þessi forræðishyggja og hræðsla um að litlu ferðamennirnir fari sér að voða.

En þrátt fyrir það er Indland dásemdarland. Þeir sem mig þekkja hafa nú þegar ábyggilega gert sér grein fyrir því að ég hef tapað glórunni og veskinu í hinum ýmsu búðum og básum. Fílar og töskur og saríar hafa ratað ofan í bakpokann...

Allavega, meira síðar!
Kossar og knús
Áa




2 comments:

Anonymous said...

En skemmtilegt. Og sexí.

Ladybug said...

Gaman :)