Saturday, October 4, 2008

Myndayndi

Nú lýkur senn fyrsta hluta ferðarinnar, miðausturlenska múslimahlutanum. Honum verður slúttað með bravör um borð í Airbus-vél lúxusflugfélagsins Qatar Airlines á þriðjudaginn. Hehemm. Tími til kominn að bregða upp mynd af stöðunni - þrátt fyrir fátæklega html-kunnáttu.









Í upphafi var ávísun og ávísunin var frá Sveinbirni og var afhent Nönnu í London. Hún reyndist vera innistæðulaus.












Því miður kann ekkert okkar tyrknesku, en þessi orð sem glóðu í myrkri fyrir ofan Bláu moskuna í Istanbúl tengjast eflaust Allah á einn eða annan hátt.














Eins og nærri má geta er í þessari ferð okkar ekki brugðið út af þeim vana að vera fáránlega svöl:







Þessar myndir eru teknar í Pamukkale, sem sjá má umfjöllun um hér að neðan. Þess má geta að rauðu sólgleraugun eru því miður ekki lengur með í för, því þau týndust að ég held í Tyrklandi.





Og já, í Göreme í Tyrklandi (sjá einnig umfjöllun hér að neðan) bjuggum við á hóteli sem leit hér um bil svona út. Nuff said.




















Er nú komið að skuggahliðum ferðarinnar, að því er mætti halda. Hér sitjum við á landamærastöðinni milli Tyrklands og Íran, búnar að setja upp slæðurnar dauðhræddar um að sjáist í hár. Komumst svo að því að þeir voru ekkert svo nojaðir ef maður bara sýnir lit og reynir ekki að mótmæla fatalöggjöfinni of kröftuglega.


Það er kannski ekki skrítið að við stúlkurnar höfum oft verið spurðar hvort við værum systur því svona dulbúnar már hér varla sjá hver ber hvaða nafn.



Fagurt er í Íran og sérdeilis fagurt er í Esfahan þar sem þessi dásamlegi moskuinngangur er staðsettur meðal annarra meistaraverka.





Ég er bara ekki alveg nógu góður ljósmyndari, en þetta er svona smá sýnishorn, nærmynd og panorama, af aðalmoskunni á Imam torgi.






Við þessar dyr hittum við líka Zizou le Nomad. Svo skemmtilega vildi til að þekkti Valdísi vinkonu hennar Áu og fór með okkur í smá rúnt um hverfið. Hér sýnir hann Áu muninn á hurðarhúnum sem konur eiga að nota og sem karlar eiga að nota í landi jafnréttisins. Getiði nú hvor passar hvoru kyni.
























Yfir í smekklausan veraldleikann. Að lifa í fjögurra manna samfélagi getur reynt á bæði líkama og sál. Í einu sparki tókst Davíð til dæmis að brjóta neglurnar á báðum stóru tánum mínum á bak aftur og blóðga til andskotans. Þær urðu vægast sagt ógeðslegar (og hafa þó verið sakaðar um að vera slæmar fyrir, þrátt fyrir kröftug mótmæli eigenda sinna).






Já, það er hættulegt að ganga í sandölum á almannafæri.












Ein birtingarmynd mannlegs samfélags í Sýrlandi er persónudýrkun. Þá persónu sem hér í landi er mest dýrkuð má sjá hér um bil alls staðar. Við erum farin að halda að lög séu gegn því að hafa ekki mynd af ástkærum forsetanum hangandi uppi í búðinni sinni eða hvaða bisness sem maður kann að reka í lífinu. Þeir sem hafa góða sjón geta séð spaðann atarna, sem er einmitt augnlæknir að mennt, þrisvar á annarri þessara mynda.





















Annar vinsæll maður hér í Sýrlandi er hann Saladdin sigursæli, sem réð yfir gríðarlegu landsvæði hér i den. Hér glímir Áa við lofthræðslu sína í kastala hans, sem var vægast sagt afskaplega flottur. Ljósmyndarinn hlær auðvitað bara úr hæð sinni, enda elskar hann (hún) þverhnípi.
















Við höldum áfram að vera svöl...


























Og nú, lesendur góður, sjáiði öll hvað Davíð er svalur, því hann er að reykja. Vatnspípu. Ekki að spila á óbó eins og maður myndi auðvitað giska á fyrst.




Eins og áður sagði höldum við héðan burt á þriðjudag og er þá stefnan tekin til Delhi og víðar í Indlandi. Áa biður alla sem hafa einhverjar geðveikar inside information endilega að tjá sig, í kommentakerfið eða gegnum aðra miðla. Hver veit svo nema bloggað verði fyrir brottför. Minnum enn á getraunina um smásöguna hér að neðan. Pís át.


-Halldóra

3 comments:

Unknown said...

Frábærar myndir :)

Ég sprakk úr hlátri þegar ég opnaði myndina af ykkur stelpur, sitjandi upp við vegg í myrkrinu. Þið eruð eins og litlir hobbitar með enga munna....

Anonymous said...

Klarinettleikarinn Davíð!!!

Anonymous said...

Það er svo gaman að sjá myndir og útskýringar á þeim!