Sunday, September 14, 2008

Kappadókía est la mode

(ATH: þessi bloggfærsla tafðist vegna rafmagnsleysis í tengslum við óveður í tyrknesku borginni Van, og er birt hér vel úr takti við ferðalagið, því við erum í Íran.)

Halldóru ládist med öllu ad greina frá aevintyrum okkar í Kappadókíu, thó thar hafi margt aevintyralegt átt sér stad. Stígid med mér, lesendur gódir, aftur í tímann:

Um leid og vid stigum út úr rútunni var okkur smalad inná skrifstofu mikils túrismamógúls sem kalladi sig Gengish Khan og svo thadan út í mini-bus eftir ad hafa fjárfest í 2. daga prógrami og gistingu, enn hálf sofandi. Vid tók thaegilegt, ósjálfráda rollulíferni thar sem módurlegir leidsögumenn brummudu med okkur strytnanna á milli og upplystu okkur um alla tha sögu sem hér vellur úr hverri skoru.

Og margt var mjög merkilegt. Vid skodudum frumkristnar hellakirkjur sem sjálfur Páll Postuli hafdi lagt hornsteininn ad (í áthreifanlegri skilningi en ad ödrum kirkjum) sem voru stadsettar í stórbrotnum hellabaejum. Thví naest gengum vid um afar lítınn hluta absúrd vídfemrar nedanjardarborgar sem hittítar höfdu hafid ad grafa en bysansmenn lokid vid, 8 haedum og 2000+ árum sídar. Thar gátu 10.000 manns vidhafst, mánudi í senn (eda thar til innilokunarkenndin raendi thad vitinu), ef óvinir sátu um yfirbordid. Við vorum sammála um mikil merkilegheit þessa.

Og margt fleira.

Eitt sem var sérlega skemmtilegt vid túrana hans Gengish Kahn, var ad vid fengum ad kynnast lókal idnadi med heimsóknum til framleidslufyrirtaekja á svaedinu (thar sem idnin var kynnt stuttlega og svo var hafist grimmt handa vid ad reyna ad selja okkur afurdirnar). Fyrst var stórtaek leirkeraverksmidja, sem sama fjölskyldan hafdi rekid í 300 ár (Nanna var valin til ad föndra skál úr leirtyppi), svo skartgripverkstaedi thar sem gaf ad líta onyx og turkíssteina, nema hvad. En best var heimsóknin til Tyrknesks sútara.


Á ledurverkstaedinu var cat-walk, svokallað. Vid settumst vid pallinn, euro-techno-inu var blastad af fullu afli og 4 saetustu starfsmenn verkstaedisins syndu utan á sér thau allra ljótustu ledurföt sem við höfum séð. Sérstaklega var eitt karlmódelid skemmtilegt, líkamstjáningin óaðfinnanleg, sannkölluð guðsgjöf til allra aðdáenda karlformsins. Hann var kominn í draumastarfið. Okkur Halldóru og Áu þótti þetta allt saman mjög fyndið og skemmtilegt, en þetta vó þungt á sál Nönnu. Hún steyptist í djúpt þunglyndi við tilhugsunina um að nokkur lifði lífinu í tyrkneskum útnára við að sýna (mestmegnis japönskum) túristum leðurföt. Hún tók að sér 20 mínútna tilvistarkreppu fyrir þeirra hönd.

Afsakið myndaleysi, Davíð.

1 comment:

Erla Elíasdóttir said...

haha! þvert á móti, þetta var afar myndrænt