Sunday, January 11, 2009

Bækurnar

Hér er lokalisti yfir allar þær bækur sem við fjögur höfum í sameiningu innbyrt síðan við hófum för. Einkunn fylgir hverri bók, frá hverjum lesanda. Einkunnarskalinn er eins og áður eftirfarandi:

0 - Hörmung ein
1 -
2 - Vítaverð sóun nytjaskóga
3 -
4 - Ekki góð bók
5 -
6 - Ekki slæm bók
7 -
8 - Afþreying og gott betur
9 -
10 - Fullkomin fegurð


(Hæsta einkunn, 10, er ekki skilgreind sem "allra besta bók allra tíma" heldur bara yfirmáta frábær - einkunnir eru því í hærri kantinum. Heilar og hálfar tölur eru leyfðar. Einkunn hvers er tilgreind með upphafsstaf (Á, D, H og N). Lítið e eftir einkunn þýðir að viðkomandi hafi verið að endurlesa bókina. Stórt B þýðir að viðkomandi hafi lesið bókina einhverntíman fyrir ferðalagið, en ekki aftur á meðan á því stendur. Þá fylgir engin einkunn.)

Bækurnar eru í stafrófsröð:

---

9 Stories eftir J.D. Sallinger: D:9,5 / N:8,5

A Heartbreaking Work of Staggering Genius eftir Dave Eggers: Á:8,5 / D:8 / H:?

A Poirtrait of the Artist as a Young Man eftir James Joyce: D:8,5

The Accidental eftir Ali Smith: Á:7 / D:7 / H:8 / N:8

Big Bang eftir Simon Singh: D:8

The Blind Assassin eftir Margaret Atwood: Á:9,5 / D:9 / H:B / N:8,5e

Buddha: Kapilavastu (Vol. 1) eftir Osamu Tezuka: Á:8 / D:8

Burning Chrome eftir William Gibson: D:B / H:7,5

Catch 22 eftir Joseph Heller: H:9 / N:9

The Code Book eftir Simon Singh: D:8

Emma eftir Jane Austin: N:6

Fictions eftir Jorge Luis Borges: Á:9,5 / D:9,5 / N:9

Galapagos eftir Kurt Vonnegut: Á:8 / D:8,5 / H:7,5 / N:8,5

Glæpur og Refsing eftir Fjodor Dostoevskíj: H:8,5 / N:B

The Grass is Singing eftir Doris Lessing: N:9

The Illusion of Destiny eftir Amartya Sen: Á:8 / D:7

Meistarinn og Margaríta eftir Mikhaíl Búlgakov: Á:10 / D:10 / H:10e / N:B

Midnight's Children eftir Salman Rushdie: Á:9,5 / D:9 / H:B / N:9e

Pale Fire eftir Vladimir Nabokov: D:9

Pattern Regocnition eftir William Gibson: Á:9,5 / D:7,5

Rokland eftir Hallgrím Helgason (hljóðbók): Á:6

Sendiherrann eftir Braga Ólafsson (hljóðbók): N:7,5

Síðasta setning Fermats eftir Simon Singh: D:8 / H:8

Speak What We Feel eftir Frederick Buechner: Á:7,5

Tröllakirkja eftir Ólaf Gunnarsson: D:8 / H:8 / N:8

Út að stela hestum eftir Per Petterson: Á:6 / D:5,5

The White Man's Burden eftir William Easterly: Á:8 / D:9,5 / H:?

White Teeth eftir Zadie Smith: H:8,5 / N:8,5

The White Tiger eftir Aravind Adiga: D:9 / N:9,5

The Wind-up-Bird Chronicle eftir Haruki Murakami: D:7,5 / H:8 / N:8,5e

---

Þessar skruddur hafa lúmskt vægi í ferðalaginu öllu, ekki síður en staðir, hlutir og fólk (enda voru þær flestar um þetta þrennt). Þær verða órjúfanlegir þættir í minningunni af ferðinni, enda mikill tími til lesturs í lestum, rútum, flugvélum, ýmiskonar biðstofum og andyrum og, því miður, í veikindum (eða í félagsfælinni heimsetu meðan stúlkurnar stunduðu saurlifnað kvöldin löng, í tilfelli litla drengsins).

Og sumt var einstakt að lesa með hliðsjón af umhverfinu; Midnight's Children og White Tiger eru báðar stórkostlegar og það enn frekar með Indland fyrir augunum, eða ferskt fyrir hugskotssjónum. Svo var skemmtilegt að við læsum öll sömu bækurnar, í sama mund og við deildum sömu húsakynnum, baðherbergjum, máltíðum o.s.frv. Það orsakaði mikla, mis-gáfulega og langvarandi umræðu um verkin, gæði þeirra og inntak. Skemmtilegt þegar allir mynda sér skoðun.

Einkunnalega má sjá, kannski nokk fyrirsjáanlega, að Meistarinn og Margaríta eftir Búlgakov verður útnefnd besta bók ferðalagsins. Annað sætið er engu að síður skammt undan í gæðum, um leið og það er troðið mögulegum kandídötum.

Besta sameiginlega bókmenntaupplifunin er hinsvegar klárlega þegar Áa las Borges fyrir okkur við dauft kertaljós, liggjandi fjögur uppá maísgeymslulofti í Kasmír, þægilega þreytt eftir dagslanga fjallgöngu. Smásagan um hinn minnuga Funes er nógu fullkomin upp á sitt einsdæmi, en hún drakk í sig alveg nýja vídd frábærleika og dulúðar úr hálf óraunverulegum aðstæðunum.

Þessi þurri listi þarf líklegast að duga sem niðurlagsfærsla bloggsins eins og það leggur sig. Langtíburtistan kveður.

1 comment:

Erla Elíasdóttir said...

Það var vissulega gaman að hitta Halldóru, og gaman að vera í jólafríi (sem ég kenni einnig um kommentaskort). Og hlakka til að hitta ykkur hin!